We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Vitrun

by Carpe Noctem

/
1.
Þú vildir ekki hlusta á neitt nema sönginn sem ómar á milli stjarnanna Allt annað var aðeins hjóm sem þú leiddir hjá þér eins og vondan draum Þú vildir ekki einu sinni hlusta á eigin hjartslátt sem drukknaði og hvarf í ofbeldisfullum skarkala himinhvolfsins Með sverði dróstu línu í sandinn á milli þín og mannanna Og við horfðumst í augu yfir órjúfanleg landamærin Þú fylltir bikar þinn af stöðnuðu vatni og drakkst og harmaðir vonbrigðin sem ásækja þig sem draugur sem ásækja þig sem illur draugur Með hatrömmum rúnum fláðirðu holdið sem fangelsaði þig Með ólgandi þulum ófstu þér nýja hlekki, þyrnótta Með skjálfandi höndum rótaðirðu í rakri jörðinni og sáðir formælingum þinni eigin fordæmingu Þar sem þú lagðist í moldina og lofaðir sársaukann og þjáninguna sem þú ræktaðir eins og illgresi innra með þér Þar sem þú lagðist í moldina og lofaðir sársaukann og þjáninguna uxu harðgerð villiblóm Þú lofsamaðir sársaukann og þjáninguna „Þessi veröld er gröf sem bliknar í samanburði við sönginn sem berst mér úr tóminu“ sagðirðu og hörfaðir í ylmjúkt myrkrið hvarfst mér frá augum fyrir fullt og allt
2.
Upplausn 09:01
Sprungið malbik hrími þakið Kyrr vetrarnótt þögninni raskað Flöktandi lampar kasta stjörnum á götuna Tjörusvartur himininn kraumar Á hægri hönd er kyrrlátt þorpið sem ól mig Til vinstri, mosavaxið hraunið Fram renna skuggar sem elta bráð til þess eins að finna hjartað slá Þeir líða á milli yfirgefinna húsa og hörfa þegar rödd berst úr hrauninu Andlitið mosagróið og máð næstum kunnuglegt Svo mælir steinninn í miðri auðninni Svo mælir steinninn en ekki greinist orða skil þegar regnið byrjar að falla „Sá sem útbýr hreiður mun yfirgefa það Sá sem græðir jörð mun brenna hana“ Stefnulausar götur auðar og sprungnar munu ekki leiða neinn til betrunar Þykkri eðju rignir niður sem terpentína á málverk úr húsunum skríður fólk og dansar Þau baða út örmunum breiða úr fálmurum teygja úr vængjunum og fagna upplausninni „Sá sem útbýr hreiður mun yfirgefa það Sá sem græðir jörð mun brenna hana Sá sem elur fé mun svelta það Sá sem grefur brunn mun eitra hann“ Hold mun visna sýn mun fjara vit mun þverra bein munu molna Eftir stendur berstrípað hraunið og stjörnurnar á götunni
3.
Handan himinjaðars er musteri þar sem skorpnar varir kyrja illa sálma steinar þess halla, riða til falls, en grunnur þess er klettur Það er holdið sem reisti það og andinn sem byggir það Nafn þitt er rist þar máðum stöfum, eitt orð í óslitinni þulu Vitnaðu um fegurð og andstyggð! Vitnaðu um mátt þess og óvild! Og hofið fylltist af reyk Dyrnar standa öllum opnar en fáir eiga sér afturkvæmt Brotnar bjöllur klingja útfarartón Hinsta messan endar aldrei Vakið og biðjið! Reykið og fórnið! Hring eftir hring, sálm eftir sálm Í leiðslu tölum við klofnum tungum Hlýddu, og láttu orðin fylla vit þín Heyrðu hofið syngja drekkjandi bölbænir Dýrðin er okkur fjarri, hulin af dökkum reyk, við nemum aðeins brotna geisla sem blinda og veita sýn Líttu undan og lofaðu Líttu innar og lofaðu
4.
Svartir drangar stjaksetja jörðina naglar í líkkistu guðanna Hér finnst ekkert mikilsvert Engar dáðir voru framdar hér Hér hvílir bölvun sem var óstöðvandi fárviðri á okkar tímum Hér jörðuðum við frumsyndina, vöggugjöf erfingjanna Þetta er ekki griðastaður þetta er ekki helgidómur Lát kyrrt liggja! Forðastu þennan stað! Máðu grafhýsið úr huga þínum! Þessi staður er prísund haugur smánarinnar og höfum við andúð á honum Þessi staður er lykill aðeins einn af mörgum en hann opnar engar gættir Hér liggur engilinn og spinnur sér nýja vængi úr óráðsdraumum sem leka úr eyrum dreymandans Varastu ásjónu hans! Forðastu grafhýsi hans! Nafn hans er fordæming og ásjóna hans er sjúkdómur Innsigli engilsins er viðvörun hendur hans móta hold sem leir augu hans brenna með huldum loga Hann er ljós sem upplýsir ekki og bál sem brennur án hita spjótið sem banaði drekanum og vínið sem ærði spámanninn Eitt sinn var veldi sem brann um stutta stund og hélt að turnar sínir myndu standa um ókomna tíð Arfleifð okkar er glóð dreifð í vindinum Minning okkar er linnulaus martröð Þannig lát kyrrt liggja! Láttu glóðina kulna! Forðastu svörtu drangana!
5.
Það beið mín sending frá þér þar sem við stóðum og sögðum að við myndum aldrei aftur láta leiðir okkar fléttast saman Ég stóð og horfði á hólmann sem var turn yfirgróin engi sem voru torg grýtta strönd sem var höll þegar sendingin barst með þresti Hann brotlenti við fætur mér og ég stakk honum upp í mig og bruddi Úr beinum og brjóski dró ég eitthvað seigt og hvasst upp úr mér blátt og kalt fast á öngli rétt eins og ég man eftir því þetta vægðarlausa augnaráð
6.
Það er turn sem er fjall sem er borg sem geymir í hvelfingum sínum lifandi eldhjartað „Sá sem slítur vængi flugunnar hefur náð hugljómun“ er ritað yfir borgarhliðinu blessun þeirra ráfandi sálna sem villast hingað í vöku jafnt sem draumi Þau sem hlóðu bálkesti á tungllausum nóttum, böðuðu andlit sín í öskunni breyttu martröðum í vín og lögðust hjá sótsvörtum beinum hírast í niðurníddum hreysum og safna hugrekki Þau stara út um brotna glugga á þau sem veigra sér inn í völundarhúsið Pílagrímar halda út malbikuð öngstræti rísa mót þeim í fögnuði og vinda upp á sig í ný, afmynduð form Borgin opnar ryðtennt gin og öskrar þegar himininn opnast svo aftur megi greina sanna ásjónu tunglsins Í miðju völundarhússins mega hinir verðugu og fjölkunnugu bera eldhjartað augum og plægja akra sálu sinnar fyrir logandi fræinu sem festir rætur í óverðugri fold og umbreytir myrkri í líf

about

There is a hidden key at the heart of every nightmare. Vitrun - a revelation, a vision. Vitrun explores the liminal space of the surreal and mundane. Everything is taken and nothing is freely given in return.

A memory in the form of a bird, hiding a message in its entrails. A city that is a tower that is a mountain. The song that echoes between the stars. An angel spinning new wings from delirium. A moss-grown stone with a familiar face, speaking in the wasteland. The temple wreathed in smoke, found beyond the edge of the sky.

Till the fields of your soul and plant the burning seed from the depths of the city. Drown out the beating of your own heart with the cacophony of the firmament. Sing praises to the pain and the suffering.

Bloom. Wither. Transform.

credits

released October 5, 2018

CARPE NOCTEM
Alexander Dan Vilhjálmsson - Vocals & lyrics
Andri Þór Jóhannsson - Guitars
Árni Bergur Zoëga - Bass
Helgi Rafn Hróðmarsson - Drums
Tómas Ísdal - Guitars

VITRUN
Recorded and produced by Árni Bergur Zoëga
Additional recordings by Dagur Gíslason
Mixed and mastered by Riccardo Pasini
Design by Andri Þór Jóhannsson
Artwork by Stephen Wilson

license

all rights reserved

tags

about

Carpe Noctem Reykjavík, Iceland

contact / help

Contact Carpe Noctem

Streaming and
Download help

Report this album or account

If you like Carpe Noctem, you may also like: