We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Og hofið fylltist af reyk

from Vitrun by Carpe Noctem

/

lyrics

Handan himinjaðars er musteri
þar sem skorpnar varir kyrja illa sálma
steinar þess halla, riða til falls,
en grunnur þess er klettur

Það er holdið sem reisti það
og andinn sem byggir það
Nafn þitt er rist þar máðum stöfum,
eitt orð í óslitinni þulu

Vitnaðu um fegurð og andstyggð!
Vitnaðu um mátt þess og óvild!

Og hofið fylltist af reyk

Dyrnar standa öllum opnar
en fáir eiga sér afturkvæmt
Brotnar bjöllur klingja útfarartón
Hinsta messan endar aldrei

Vakið og biðjið!
Reykið og fórnið!
Hring eftir hring,
sálm eftir sálm

Í leiðslu tölum við klofnum tungum
Hlýddu, og láttu orðin fylla vit þín
Heyrðu hofið syngja
drekkjandi bölbænir

Dýrðin er okkur fjarri,
hulin af dökkum reyk,
við nemum aðeins brotna geisla
sem blinda og veita sýn

Líttu undan og lofaðu
Líttu innar og lofaðu

credits

from Vitrun, released October 5, 2018

license

all rights reserved

tags

about

Carpe Noctem Reykjavík, Iceland

contact / help

Contact Carpe Noctem

Streaming and
Download help

Report this track or account

If you like Carpe Noctem, you may also like: