We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

S​ö​ngurinn sem ómar á milli stjarnanna

from Vitrun by Carpe Noctem

/

lyrics

Þú vildir ekki hlusta á neitt nema
sönginn sem ómar á milli stjarnanna
Allt annað var aðeins hjóm
sem þú leiddir hjá þér eins og vondan draum

Þú vildir ekki einu sinni
hlusta á eigin hjartslátt
sem drukknaði og hvarf
í ofbeldisfullum skarkala himinhvolfsins

Með sverði dróstu línu í sandinn
á milli þín og mannanna
Og við horfðumst í augu yfir
órjúfanleg landamærin

Þú fylltir bikar þinn af stöðnuðu vatni
og drakkst og harmaðir vonbrigðin
sem ásækja þig sem draugur
sem ásækja þig sem illur draugur

Með hatrömmum rúnum fláðirðu
holdið sem fangelsaði þig
Með ólgandi þulum ófstu þér
nýja hlekki, þyrnótta

Með skjálfandi höndum
rótaðirðu í rakri jörðinni
og sáðir formælingum
þinni eigin fordæmingu

Þar sem þú lagðist í moldina
og lofaðir sársaukann
og þjáninguna sem þú ræktaðir
eins og illgresi innra með þér

Þar sem þú lagðist í moldina
og lofaðir sársaukann og þjáninguna
uxu harðgerð villiblóm

Þú lofsamaðir sársaukann og þjáninguna

„Þessi veröld er gröf sem bliknar í samanburði við
sönginn sem berst mér úr tóminu“
sagðirðu og hörfaðir í ylmjúkt myrkrið
hvarfst mér frá augum fyrir fullt og allt

credits

from Vitrun, released October 5, 2018

license

all rights reserved

tags

about

Carpe Noctem Reykjavík, Iceland

contact / help

Contact Carpe Noctem

Streaming and
Download help

Report this track or account

If you like Carpe Noctem, you may also like: