We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Sá sem sl​í​tur v​æ​ngi flugunnar hefur n​á​ð huglj​ó​mun

from Vitrun by Carpe Noctem

/

lyrics

Það er turn
sem er fjall
sem er borg
sem geymir í hvelfingum sínum
lifandi eldhjartað

„Sá sem slítur vængi flugunnar
hefur náð hugljómun“
er ritað yfir borgarhliðinu
blessun þeirra ráfandi sálna
sem villast hingað
í vöku jafnt sem draumi

Þau sem hlóðu bálkesti
á tungllausum nóttum,
böðuðu andlit sín í öskunni
breyttu martröðum í vín
og lögðust hjá sótsvörtum beinum
hírast í niðurníddum hreysum
og safna hugrekki

Þau stara út um brotna glugga
á þau sem veigra sér
inn í völundarhúsið

Pílagrímar halda út
malbikuð öngstræti rísa mót þeim
í fögnuði
og vinda upp á sig í ný,
afmynduð form
Borgin opnar ryðtennt gin og öskrar
þegar himininn opnast
svo aftur megi greina
sanna ásjónu tunglsins

Í miðju völundarhússins
mega hinir verðugu og fjölkunnugu
bera eldhjartað augum
og plægja akra sálu sinnar
fyrir logandi fræinu
sem festir rætur í óverðugri fold
og umbreytir myrkri í líf

credits

from Vitrun, released October 5, 2018

license

all rights reserved

tags

about

Carpe Noctem Reykjavík, Iceland

contact / help

Contact Carpe Noctem

Streaming and
Download help

Report this track or account

If you like Carpe Noctem, you may also like: